Umhverfismat fyrir efnistöku í Bakka- og Skorholtsnámu

Hólaskarð ehf. hefur undanfarið unnið að undirbúningi vegna fyrirhugaðrar efnistöku í landi Skorholts, Melasveit. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og hefur verkfræðistofunni EFLU verið falið að vinna umhverfismatið.

Drög að tillögu að matsáætlun má finna hér. Allir geta kynnt sér drögin og lagt fram athugasemdir.

Athugasemdafrestur er frá 4. febrúar til 18. febrúar 2021.

Athugasemdir skal merkja „Bakka- og Skorholtsnáma – efnistaka“ og senda með tölvupósti á netfangið aron.geir.eggertsson@efla.is eða með bréfpósti á:

EFLA Verkfræðistofa
B.t. Arons Geirs Eggertssonar
Lyngháls 4, 110 Reykjavík