Efnistaka við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra

Mat á umhverfisáhrifum
Drög að tillögu að matsáætlun

Hólaskarð ehf. vinnur að mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra í samvinnu við Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) í Borgarnesi. Áætluð efnistaka er um 630.000 m3 og samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 er framkvæmdin matskyld, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna.

Nú liggja fyrir drög að tillögu að matsáætlun og gefst almenningi kostur á að koma á framfæri athugasemdum við þau fram til 18. maí 2020. Eftir þann tíma verður tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun til afgreiðslu, sbr. 17. gr. rgl. nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Í drögum að tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd lýst, greint frá helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar og tilgreint hverjir þeirra verði í brennidepli í matinu.

Allir geta kynnt sér tillögudrögin á vefsíðum Hólaskarðs ehf. (www.holaskard.is) og Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. (www.environice.is). Skriflegar ábendingar og athugasemdir skulu berast í síðasta lagi 18. maí 2020 á netfangið stefan@environice.is eða í pósti á heimilisfangið:

Sjá skýrslu

Umhverfisráðgjöf Íslands ehf.
v/ efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra
Bjarnarbraut 8
310 Borgarnes